InnSæi Signature Námskeiðið

InnSæi Signature Námskeiðið er níu vikna spennandi og gefandi upplifun þar sem þú lærir að byggja upp sjálfstraust og vald á innsæinu; sem er ein helsta uppsprettan fyrir skýra hugsun, starfsorku, stefnu í lífinu og góðar ákvarðanir. Námskeiðið fer fram í hinni fullkomnu blöndu af sjálfsnámi, samtölum og leiðsögn í rauntíma.

„Ég lofa þér þremur útkomum; þú munt falla fyrir InnSæinu þínu, finna þína leið & þitt fólk, leiða & taka ákvarðanir af meira sjálfsöryggi, ró og skýrleika.“

  • Kennari: Hrund Gunnsteinsdóttir
  • Lengd námskeiðs: 9 vikur
  • Færni: Betri ákvarðanataka og dómgreind, leiðtogahæfni, skapandi og lausnamiðuð hugsun, seigla og aukið sjálfstraust á tímum óvissu og breytinga.
  • Afurðir og verkefni: Þinn eigin InnSæi prófíll. Leiðsögn frá Hrund. Persónuleg endurgjöf og útskriftarskírteini í lok námskeið.

1950 

Signature InnSæi Námskeiðið

InnSæi Signature Námskeiðið er níu vikna spennandi og gefandi upplifun þar sem þú lærir að byggja upp sjálfstraust og vald á innsæinu; sem er ein helsta uppsprettan fyrir skýra hugsun, starfsorku, stefnu í lífinu og góðar ákvarðanir. Námskeiðið fer fram í hinni fullkomnu blöndu af sjálfsnámi, samtölum við aðra þátttakendur og leiðsögn frá Hrund í rauntíma.

„Ég hjálpa þér að skerpa þinn innri áttavita með því að efla bæði sjálfstraust og vald á innsæinu; sem er ein helsta uppsprettan fyrir skýra hugsun, starfsorku, stefnu í lífinu og góðar ákvarðanir.”

Við höfum nú aðgang að áður óþekktu magni af gögnum og upplýsingum sem berast okkur á ógnahraða á öllum tímum dags. Tækniþróun eins og gervigreindin og margvíslegar áskoranir verða til þess að magna upp hraða og umfang breytinga, frá efnahagslegum og pólitískum breytingum til upplýsingaflæðis, sem gerir okkur erfiðara fyrir að sjá heildarmyndina, aðlagast og tengja inn á við.

Í þessum heimi óvissu og hraða þurfum við meira en rökhugsun og töluleg gögn til að sigla rétta leið og taka ígrundaðar ákvarðanir. Við þurfum sterkan innri áttavita – vel þjálfað innsæi.

En hvað er innsæi? Getum við treyst á það? Hvernig hjálpar það okkur að taka betri ákvarðanir? Hvernig getur innsæi hjálpað okkur að lifa lífinu til fulls og feta okkar eigin slóð? Hvernig getur innsæi gert þig að betri leiðtoga, félaga og vini? Hvernig getur innsæi hjálpað þér að skerpa þinn innri áttavita? Af hverju er vel þjálfað innsæið afgerandi styrkleiki fyrir þig í heiminum í dag?

Á þessu námskeiði lærir þú allt sem þig hefur einhvern tíma langað að vita, eða vissir ekki að þú þyrftir að vita, um innsæi í gegnum linsu InnSæis, íslensku hugtaksins og leiðarvísisins fyrir vel þjálfað innsæi. Í lok námskeiðsins verður þú komin með sterkari innri áttavita sem er mikilvægur til að sigla fimlega og af styrk í gegnum lífsins ólgusjó, breytingar, samskipti og starfsferil.

Að breyta sambandinu þínu við innsæið í gegnum InnSæi, mun breyta lífi þínu.

9 Vikur

27 Lyklar að innsæi

15 Kennslustundir

3 Fundir í rauntíma

14 Æfingar

19 Skjöl og síður fyrir þína handbók

Einstaklingsmiðuð endurgjöf á þitt InnSæi ferðalag á námskeiðinu

Lokaverkefni – Þinn InnSæi Prófíll, þitt eigið GPS tæki til að stilla þig inn á innsæið.

 

Það sem þú munt læra:

  • Ákvarðanatöka með meiri breidd og dýpt
  • Greindu kjarnann frá hisminu í upplýsingaóreiðu og taktu hvert skref af meira sjálfstrausti á eigin dómgreind, –  jafnvel á tímum óvissu. Taktu jarðtengdar ákvarðanir, blandaðu saman gögnum og greiningu við innsæi og skynjun.
  • Skapandi sjálfstraust
  • Endurvektu og efldu getuna til að nota ímyndunaraflið, sjá hlutina upp á nýtt og sigla eftir þínum einstaka áttavita.
  • Tilfinningalegur skýrleiki og sjálfstraust
  • Byggðu upp betri og áreiðanlegri tengsl við þína innri rödd, sem er mikilvægur þáttur í að þjálfa innsæið.
  • Líkamleg greind og aukin meðvitund
  • Nýjustu rannsóknir sýna að líkaminn geymir meiri greind en talið hefur verið. Innsæi er greind sem býr í öllum líkamanum, ekki bara heilanum. Nýttu þér ný verkfæri og aðferðir til að nema og skilja skilaboð og vísbendingar úr öllum líkamanum.
  • Framsýn leiðtogahæfni
  • Færðu þig úr viðbragðsstöðu yfir í sókn sem leiðtogi og þróaðu hæfni til að nota verkfærakistu sem opnar fyrir breiðari greind og víðsýnni möguleika.

Það sem þú munt búa til:

  • Þú munt hanna þinn eigin InnSæi Prófíl, leiðsögutækið þitt eftir að námskeiðinu lýkur, undir leiðsögn Hrundar og í samtali við aðra þátttakendur.
  • Þú útskrifast með viðurkenningu sem staðfestir að þú hafir lokið InnSæi Signature Námskeiðinu. Þessi viðurkenning staðfestir ekki bara að þú hafir sinnt náminu af heilum hug, heldur einnig getu þína og aukna hæfni til að ná árangri, takast á við og móta vegferð þína í heimi og lífi sem er sífelldum breytingum undirorpið.

Þetta námskeið er fyrir þig ef:

  • Þú ert að sigla í gegnum tímabili breytinga eða óvissu persónulega eða í vinnunni
  • Þú vilt endurræsa, endurstilla og tengjast aftur þínum innri áttavita
  • Þú vilt leiða, sýna forystu og taka ákvarðanir með meira sjálfstrausti, skarpari skýrleika og minni áreynslu
  •  Þú vilt leiða og sýna forystu innan frá og út; með bæði hjarta og heila
  • Þú hefur náð áþreifanlegum árangri út á við, og finnst tímabært að dýpka erindi þitt og skerpa röddina
  • Þú skynjar að næsta skref fyrir þig þarf að koma innan frá þér og vera meira þú

Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf forvitni, opinn huga og vilja til að ögra fyrirfram gefnum viðhorfum um bæði þitt innsæi og möguleika. Þú þarft að hafa dagbók við höndina, sem er algjört lykilatriði til að skerpa og stilla inn á innsæið. Fjárfestu í þér með skuldbindingu til náms og vaxtar.

 

 

Algengar spurningar

Hvorutveggja. InnSæi Signature námskeiðið er einstakt tækifæri til að læra með Hrund og í hópi annarra þátttakenda og hraðinn miðast við það.

Við byrjum um miðjan október. Þessi 9 vikna upplifun samanstendur af þremur lotum og hver lota er þrjár vikur. Í lok hverrar lotu er beint streymi með Hrund og hópnum.

Þú þarft að ljúka vikulotu eða námshluta áður en þú færð aðgang að þeim næstu. Kennslustundir í beinu streymi eru á ákveðnum dagsetningum í lok hverrar lotu.

Til að fá viðurkenningu um að hafa lokið námskeiðinu þurfa þátttakendur að hafa lokið öllum þremur námshlutunum, kjarnaverkefnum og sækja að minnsta kosti 2 af 3 kennslustundum í beinu streymi.

Eftir að þú hefur skráð þig færðu tölvupóst með innskráningarupplýsingum. Að skráningu lokinni geturðu farið inn á vefinn og skoðað yfirlit námskeiðsins.

Þann dag sem námskeiðið hefst færðu aðgang að fyrsta hluta 1. lotu.

Þegar þú hefur skráð þig hefurðu aðgang að námskeiðinu í heilt ár.

Deila

Námskeið í sama dúr

Innsaei Signature Course Feature image

The Signature InnSæi Course

Keep In Touch

Grow your intuition through the lens of InnSæi. Find insights, inspiration & tips on intuition that you won’t read anywhere else.

OR