[cs_content][cs_section parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 25px 0px 10px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][cs_text][x_pullquote cite=”Margrét Thoroddsen” type=”left”]Æfingarnar vörpuðu skemmtilegu ljósi á kraft sköpunar[/x_pullquote] Í samstarfi við Creative Power Day, frumkvæði hönnunarhugsuðarins Valerie Casey og Aspen stofnunina í Bandaríkjunum, skipulagði krád consulting vinnustofur fyrir 10 og 12 ára börn i Vífilsskóla Hjallastefnunnar vikuna 2.-6. maí. Á sama tíma voru haldnar vinnusmiðjur víðsvegar í Bandaríkjunum, Kanada og á Írlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur, en stefnan er að svo verði í fyrsta fimmtudegi í maí, ár hvert.
Vinnustofurnar mældust vel fyrir, að sögn Margrétar Thoroddsen, kennara í Hjallastefnunni í Garðabæ. ,,Það sem var virkilega áhugavert að okkar mati var tengingin úr daglega lífinu. Æfingarnar vörpuðu skemmtilegu ljósi á kraft sköpunar og ég held að í flestum tilfellum hafi þær skilið eitthvað eftir sig. Tala nú ekki um allt hugsunarferlið sem fór í gang í síðustu æfingunni og þvílíkt flottar hugmyndir sem komu fram á stuttum tíma. Takk kærlega fyrir komuna kæra Hrund, við erum hæst ánægð og þetta er eitthvað sem ég tel að allir grunnskólar ættu að skoða.”
Skapandi hugsun mikilvægasta hæfnin
Skapandi hugsun er sú hæfni sem leiðandi fyrirtæki í heiminum telja vera einna mikilvægasta fyrir starfsfólk og stjórnendur á vinnumarkaði í dag, samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum).
Getan til þess setja í samhengi hluti sem við fyrstu sýn virðast ótengdir, er einnig meðal mikilvægustu hæfniskrafna á vinnumarkaði á komandi árum. – Okkar samofni heimur kallar á meira þverfaglegt samstarf, samtal ólíkra sjónarmiða og samruna hugmynda.
Þetta ákall er beint svar við því öngstræti sem leiðandi fyrirtæki og opinberar stofnanir finna sig í: Við höfum verið full dugleg við að hólfa niður þekkingu, fólk og hugmyndir og það hefur dregið úr getu okkar til þess að sjá hlutina í samhengi og vera skapandi.
Framtíðin er þeirra
Við vitum öll að börn eru frjó í hugsun, með fjörugt ímyndunarafl og skapandi í eðli sínu. En í kringum 10-14 ára aldur fara þau að vera meira hikandi við að tjá frumlega hugsun, rétta upp hendi í skólastofunni af ótta við að segja eitthvað rangt og fara að meta gildi hugmynda sinna út frá viðbrögðum bekkjafélaga og kennara.
Þessa neikvæða tilhneiging eykst með árunum og leiðir til innbyggðrar hugsana skekkju sem hallar á skapandi hugsun (e. creativity bias) á vinnumarkaði og á efri skólastigum. Þetta er alvarlegt mál þar sem þörfin fyrir skapandi hugsun og úrlausn vandamála hefur sjaldan verið meiri.
Rannsóknir á þessari skekkju í hugsun sýna hvernig innbyggður ótti okkar við hið óþekkta, – ótti okkar við nýjar hugmyndir, við að gera mistök, óttinn við nýja hugsun í stjórnmálum eða nýjar leiðir til lausna á samfélagslegum vandamálum, verður til þess að við veljum oft frekar að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir í gegnum tíðina. Við teljum það öruggast.
Við leysum hins vegar ekki vandamál með sömu hugsun eða verkfærum sem bjuggu þau til. Þess fyrir utan dregur það úr starfsorku og erindi einstaklinganna að fá ekki útrás fyrir þessa innbyggðu þörf til þess að skapa.
Ég vona að fleiri skólar á Íslandi taki þátt í Degi Sköpunarkraftsins á næsta ári, enda úr nægu að moða.[/cs_text][/cs_column][cs_column bg_color=”hsla(0, 14%, 63%, 0)” fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 28px 0px 0px;”][x_share title=”Share this Post” share_title=”” facebook=”true” twitter=”true” google_plus=”false” linkedin=”true” pinterest=”false” reddit=”false” email=”true” email_subject=”Hey, thought you might enjoy this! Check it out when you have a chance:”][/cs_column][/cs_row][/cs_section][cs_section bg_color=”hsla(0, 36%, 74%, 0)” parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 0px 0px 45px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” bg_color=”hsla(0, 29%, 81%, 0)” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][x_line class=”pbn” style=”border-top-color: #b75e08;border-top-width: 2px;”][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false” class=”pbm”]More News[/x_custom_headline][x_recent_posts type=”post” count=”3″ offset=”” category=”news” orientation=”horizontal” no_sticky=”true” no_image=”false” fade=”false” class=”pbl”][x_button type=”transparent” shape=”rounded” size=”global” block=”false” circle=”false” icon_only=”false” href=”https://www.hrundgunnsteinsdottir.com/category/news/” title=”” target=”” info=”none” info_place=”top” info_trigger=”hover” info_content=”” style=”float: right;”]all posts in news[/x_button][/cs_column][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 0px;”] [/cs_column][/cs_row][/cs_section][/cs_content]