Er líf án tækni? Vorfundur Tækniþróunarsjóðs – stærsta úthlutun til þessa og rýnt í framtíðarsýn

Tækniþróunarsjóður fagnaði stærstu úthlutun til þessa, 800 milljónum, og bauð nýjum styrkþegum til samstarfs á vorfundi sjóðsins í maí sl. sem bar yfirskriftina Er líf án tækni?

[cs_content][cs_section parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 25px 0px 10px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][cs_text][x_video_embed type=”16:9″ no_container=”true”][/x_video_embed][x_blockquote type=”left”]Þær gríðarlega miklu og hröðu breytingar sem ganga nú yfir heiminn, mikla tækniþróun og nýsköpun sem henni fylgir er kölluð fjórða iðnbyltingin. Enginn veit hvaða áhrif þessi bylting mun hafa en allir eru sammála um að breytingarnar eru ófyrirséðar og munu hafa mikil áhrif á heiminn sem við búum í.[/x_blockquote]

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra
Á vorfundi Tæknirþróunarsjóðs, sem styður nýsköpun drifna áfram af tækniþróun á Íslandi, var mikið gleðiefni að geta úthlutað stærstu styrkjum til þessa, eða 800 milljónum. Að auki hefur Tæknirþróunarsjóður veitt nýja styrki og framhaldsstyrki fyrir samtals um 960 milljónir króna.

Tækniþróunarsjóður hélt opinn vorfund á Kex hosteli föstudaginn 27. maí frá kl 14-18. Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ávarpaði fundinn. Ég sem formaður sjóðsins bauð nýja styrkþega velkomna og stiklaði á stóru um störf sjóðsins og hverskonar verkefni hann er að styðja.

Yngvi Björnsson um fjórðu iðnbyltinguna
Yngvi Björnsson um fjórðu iðnbyltinguna

Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR hélt glimmrandi erindi um það hvernig tækniþróun og nýsköpun eru að gjörbylta heiminum og fjallaði um fjórðu iðnbyltinguna. Hann varpaði ennfremur ljósi á og spurði áleitinna spurninga um hver staðan sé á Íslandi.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvað felst í fjórðu iðnbyltingunni, bendi ég á grein Klaus Schwab, formanns Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), þessa síðu og þetta kynningarmyndband um það hvað þessi þróun felur í sér.

Sigurður Björnsson hjá Tækniþróunarsjóði horfði til framtíðar með þeim Ragnheiði H. Magnúsdóttur, formanni tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, og Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík sem situr í vísindanefnd Vísinda og tækniráðs. Inn í samtal þeirra fléttuðust viðtöl við breiðan hóp valinkunnra stjórnenda sem deildu þekkingu sinni og sýn á ólíkar hliðar nýsköpunar og tækniþróunar á Íslandi. Þeir voru: Garðar Eyjólfsson, lektor og fagstjóri vöruhönnunar við LHÍ, Hilmar Veigar, forstjóri CCP, Kristján Leósson, framkvæmdastjóri NMI, Jói Sigurðsson, stofnandi CrankWheel, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Ice Medico, Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs, Þórður Magnússon, fjárfestir hjá Eyri Invest, og Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ og rannsóknastjóri Zymetech. Nánar hér.

hrund-TTHS-fundurNánar um vorúthlutun

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 67 fyrirtækja, stofnana og háskóla að ganga til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að átta hundruð milljónum króna. Þá hafa 14 einstaklingar hlotið undirbúningsstyrki fyrir 21 milljón króna. Nánar um styrkþega hér.

Almennum verkefnisstyrkjum er úthlutað til lögaðila. Verkefnisstjóri er ábyrgðarmaður gagnvart sjóðnum og eru konur fjórðungur þeirra. Yfir 90% lögaðila eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð krafa um að styrkþegar að undirbúningsstyrkjum (Fræ) séu lögaðilar. Konur stýra þar 35% verkefna og er skiptingin eftir landshlutum hin sama.

Stefnumótun

[x_pullquote type=”left”]Fundurinn skapaði frábært tækifæri til þess að ræða þær miklu breytingar sem eru í farvatninu í heiminum og velta fyrir okkur hver stefna okkar Íslendinga er í þessum efnum, hvort við séum á réttri leið og hvar við þurfum að spýta í lófana.[/x_pullquote]Tækniþróunarsjóður hrindir í framkvæmd nýrri stefnumótun á þessu ári. Tveir nýir styrkjaflokkar voru boðnir í vor, annars vegar hagnýt rannsóknarverkefni og hins vegar undirbúningsstyrkir, Fræ.

Tilgangur hagnýtra rannsóknarverkefna, þar sem gerð er krafa um að háskóli eða rannsóknastofnun sé í forsvari, er að ýta undir þekkingaryfirfærslu yfir í atvinnulífið. Í ár hljóta 15 verkefni styrk í þessum flokki. Fimm verkefnanna eru á sviði hagnýtingar orkuauðlinda, fjögur í heilbrigðistækni og tvö á sviði hagnýtingar auðlinda sjávar og ferskvatns. Umsækjendur voru beðnir að tiltaka samfélagsleg áhrif verkefna í þessum flokki. Í 80% tilvika telja umsækjendur að ný störf séu fyrir konur jafnt sem karla, en í 18% tilvika eingöngu karlastörf. Kynin munu njóta afurðanna jafnt í 90% tilvika og í 87% tilvika stuðla verkefnin að jákvæðum umhverfisáhrifum.

Fræ undirbúningsstyrkir er nýr flokkur til að ýta undir frekari nýliðun í sjóðinn.

Nýir styrkjaflokkar verða í boði í haust.

Tækniþróunarsjóður

Sjóðurinn heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.[/cs_text][/cs_column][cs_column bg_color=”hsla(0, 14%, 63%, 0)” fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 28px 0px 0px;”][x_share title=”Share this Post” share_title=”” facebook=”true” twitter=”true” google_plus=”false” linkedin=”true” pinterest=”false” reddit=”false” email=”true” email_subject=”Hey, thought you might enjoy this! Check it out when you have a chance:”][/cs_column][/cs_row][/cs_section][cs_section bg_color=”hsla(0, 36%, 74%, 0)” parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 0px 0px 45px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” bg_color=”hsla(0, 29%, 81%, 0)” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][x_line class=”pbn” style=”border-top-color: #b75e08;border-top-width: 2px;”][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false” class=”pbm”]More News[/x_custom_headline][x_recent_posts type=”post” count=”3″ offset=”” category=”news” orientation=”horizontal” no_sticky=”true” no_image=”false” fade=”false” class=”pbl”][x_button type=”transparent” shape=”rounded” size=”global” block=”false” circle=”false” icon_only=”false” href=”https://www.hrundgunnsteinsdottir.com/category/news/” title=”” target=”” info=”none” info_place=”top” info_trigger=”hover” info_content=”” style=”float: right;”]all posts in news[/x_button][/cs_column][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 0px;”] [/cs_column][/cs_row][/cs_section][/cs_content]

Share article:

Order Now

InnSæi: Heal, revive and reset with the Icelantic art of intuition

Author: Hrund Gunnsteinsdóttir