Lífið eftir háskólanám

[cs_content][cs_section parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 25px 0px 10px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][cs_text][x_pullquote type=”left”],,Flest störf­in sem orðið hafa til á síðustu árum séu í ferðaþjón­ustu og stóriðju þar sem há­skóla­mennt­un­ar er oft­ast ekki kraf­ist”[/x_pullquote] Fimmtudaginn 19. maí var ég fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra háskólamanna (BHM).

Hlutfall atvinnulausra einstaklinga á Íslandi með háskólamenntun hefur tvöfaldast á undanförnum árum og fer hækkandi. Aðstæður ungs háskólamenntaðs fólks eru um margt öðruvísi nú en fyrir um áratug, hvað þá ef horft er lengra aftur í tímann. Fjölgun háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur leitt til þess að samkeppni um störf þar sem krafist er háskólamenntunar hefur aukist. Vísbendingar eru um að menntun skili ekki sama ábata og áður og tölur sýna að ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum innan OECD. Þá á ungt fólk nú erfiðara en áður með að koma sér þaki yfir höfuðið, svo nokkur atriði séu nefnd.

Í tengslum við aðalfund BHM 2016 efndi bandalagið til málþings um stöðu ungs háskólafólks sem er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði.

Ég reifaði þrjá þætti sem væri að hafa áhrif á vinnumarkaðinn.

[x_pullquote type=”left”]Fjórða iðnbyltingin er hafin, vegna gríðarlegrar tækniþróunar, loftslagsbreytinga, félagslegs og efnahagslegs ójöfnuðar og enginn veit hvernig heimurinn verður eftir 5 ár.[/x_pullquote] Í fyrsta lagi er heimurinn að breytast á ógnarhraða, svo það hriktir í undirstöðunum. Ef við ættum mynd af heiminum til að lýsa þessu, liti hann út eins og pennakrass eða einhverskonar ólgusjór. Fjórða iðnbyltingin er hafin, vegna gríðarlegrar tækniþróunar, hnattvæðingar, loftslagsbreytinga, félagslegs og efnahagslegs ójöfnuðar og enginn veit hvernig heimurinn verður eftir 5 ár. Við höfum svosem aldrei getað vitað með vissu hvernig heimurinn lítur út eftir einhver ár, en óvissa og ör þróun hagkerfa og samfélaga í dag er sögð meiri en oft áður. Þessu til stuðnings er gjarnan vísað í þá spá að 65% skólakrakka í dag eigi eftir að vinna störf í framtíðinni sem hafa ekki enn verið fundin upp. Vegna þeirrar óvissu sem fylgir þessari hröðu þróun og óvissu í heiminum, var yfirskrift alþjóðamálatímaritsins World Policy Journal vorið 2015 The Unknown. Hvernig menntun hentar best fyrir þennan heim sem blasir við okkur? Hversu vel í stakk búið er menntakerfið okkar til þess að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina?

[x_pullquote type=”left”]Á sama tíma og við búum í mjög svo dýnamískum heimi, höldum við að mestu áfram að nálgast hann með því að boxa niður þekkingu, hópa og námsgreinar. Þetta fer ekkert sérstaklega vel saman.[/x_pullquote] Á meðan að atvinnuleysi fer hækkandi í heiminum að sögn Alþjóðlegu Vinnumálastofnunarinnar (ILO), eru líka margir sem sjá tækifæri í þessari þróun. En á sama tíma og við búum í mjög svo dýnamískum heimi, höldum við að mestu áfram að nálgast hann með því að boxa niður þekkingu, hópa og námsgreinar. Þetta fer ekkert sérstaklega vel saman. Helstu áskoranir 21. aldarinnar kalla eftir meira þverfaglegu samstarfi, meira samtali á milli sérgreina, geira, stofnana, fyrirtækja og þess opinbera. Við þurfum að hrista upp í menntakerfinu og því hvernig við nálgumst vandamálin. Við þurfum líka að endurmennta okkur reglulega í gegnum ævina, hæfniskröfur eru sífellt að breytast og mótast. Á sama tíma og vinnumarkaðurinn kallar á þrönga sérþekkingu, eru líka miklar kröfur gerðar til samskiptahæfileika, skapandi hugsunar og tilfinningagreindar, svo eitthvað sé nefnt.

Í þriðja lagi stillti ég saman tveimur áhugaverðum ‘trendum’ ef svo má að orði komast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) spáir því að árið 2020 verði þunglyndi helsta orsök örorku og veikinda á vesturlöndum og reyndar um heim allan. Orsakirnar eru margar og flóknar, en hluti þeirra tengist auknu stressi og kvíði meðal fólks. Á sama tíma, spáir Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) því að eftirsóknarverðustu hæfniskröfur á vinnumarkaði árið 2020, verði skapandi og gagnrýnin hugsun, og getan til þess að sjá stóru myndina, vinna úr stóru magni gagna. Á meðan að skapandi hugsun og vítt sjónarhorn veltur á ákveðnu flæði sem nærist á gleði og starfsorku, en dregst saman við kvíða og stress, er mikilvægt að huga að þessu í hverskyns pælingum um menntun og vinnumarkaðsmenningu.

Fyrir áhugasama mæli ég með skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem kom út í janúar 2016, The Future of Jobs.

Á málþinginu voru frábærir fyrirlesarar (sjá dagskrá hér fyrir neðan) og meðal þess sem kom fram í fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við málþingið var þetta:

Mbl.is:

„Það er ekki eins bjart framund­an og maður myndi vilja,“ seg­ir Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnu­markaðshag­fræði og lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík. Katrín bæt­ir við að mik­il­vægt sé að huga að því hvernig bjóða megi há­skóla­menntuðum upp á fleiri tæki­færi.

Katrín seg­ir nauðsyn­legt að búa til betri leik­vang fyr­ir at­vinnu­lífið. „Þannig að menn vilji stofna fyr­ir­tæki og finna sína hillu. Fjár­magns­höft­in eru að trufla þetta núna en á meðan ekk­ert er gert eig­um við á hættu að þess­ir ein­stak­ling­ar flytji til út­landi og komi ekki aft­ur ef tæki­fær­in reyn­ast betri ann­ars staðar,“ seg­ir hún.

„Þá erum við að leggja út í kostnað við að mennta fólk sem við fáum ekki til baka,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að þessi hætta sé raun­veru­leg.

Ásgeir Jónsson, PhD í hagfræði og dósent við HÍ, talaði um Þúsaldarbölvunina, en hún felst í því að þúsaldarkynslóðin búi við þann raunveruleika að vera með lægri byrjunarlaun en áður, þau eiga erfiðara með að eignast húsnæði vegna þess að fasteignarverð hefur hækkað. ,,Þetta hefur m.a. leitt til þess að ungt fólk er stressaðara, það á erfiðara með að sofa og er ekki í eins góðu jafnvægi”, sagði Ásgeir. Hér er viðtal við Ásgeir á visir.is. Ásgeir kom einnig inn á það í erindi sínu að endurskoða ætti lífeyrissjóðsgreiðslur og skattgreiðslur ungs fólks til þess að styðja það betur á meðan það er að koma undir sig fótunum.

Anna Marsibil Clausen, blaðakona á Morgunblaðinu, sagðist ekki vilja tilheyra þeim hóp með ‘erfir landið’, heldur vilji hún að ungt fólk fái að taka meiri þátt í að móta samfélagið okkar í dag. Bæði hún og Halldór Stefánsson, verkfræðingur, sögðu það algengt að ungt fólk á Íslandi væri þreytt á átökum á milli stjórnmálamanna í fjölmiðlum og neikvæðri orku í íslensku samfélagi. Þau sögðu ungt fólk horfa mikið til útlanda þegar kemur að því að byggja upp starfsferil sinn í framtíðinni.

Töluvert var rætt um mikilvægi þess að brúa kynslóðarbilið, sú kynslóð sem væri nú við stjórn væri ekki nægilega opin fyrir hugmyndum ungs fólks um framtíðina. Þessu er ég hjartanlega sammála. Minn draumur væri að ungt fólk fengi sterka rödd í atvinnulífinu og hjá hinu opinbera til þess að tjá framtíðarsýn sína, erindi og hugmyndir um það hvernig samfélagi þau vilja búa í, í nánustu framtíð. Eins og stjórnmálaflokkamenningin er í dag, væri best að opna á slíkar hugmyndir á breiðari vettvangi og gera þær miðlægar í hverskyns umræðu, stefnumótun og mótun menntunar á Íslandi.

Dagskrá

10:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, setur málþingið
10:10 Katrín Ólafsdóttir, PhD í vinnumarkaðshagfræði og lektor við HR: „Fer staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði versnandi?“
10:35 Ásgeir Jónsson, PhD í hagfræði og dósent við HÍ: „Ekkert pláss fyrir nýtt fólk?“
11:00 Viðhorf ungs háskólafólks: Anna Marsibil Clausen, bókmenntafræðingur og blaðamaður, og
Halldór Stefánsson, BSc í verkfræði, lýsa væntingum sínum um framtíðina
11:30 Frummælendur svara spurningum fundarmanna í pallborði
11:55 Samantekt fundarstjóra
12:00 Dagskrárlok


Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, frumkvöðull og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs.
[/cs_text][/cs_column][cs_column bg_color=”hsla(0, 14%, 63%, 0)” fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 28px 0px 0px;”][x_share title=”Share this Post” share_title=”” facebook=”true” twitter=”true” google_plus=”false” linkedin=”true” pinterest=”false” reddit=”false” email=”true” email_subject=”Hey, thought you might enjoy this! Check it out when you have a chance:”][/cs_column][/cs_row][/cs_section][cs_section bg_color=”hsla(0, 36%, 74%, 0)” parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 0px 0px 45px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” bg_color=”hsla(0, 29%, 81%, 0)” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][x_line class=”pbn” style=”border-top-color: #b75e08;border-top-width: 2px;”][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false” class=”pbm”]More News[/x_custom_headline][x_recent_posts type=”post” count=”3″ offset=”” category=”news” orientation=”horizontal” no_sticky=”true” no_image=”false” fade=”false” class=”pbl”][x_button type=”transparent” shape=”rounded” size=”global” block=”false” circle=”false” icon_only=”false” href=”https://www.hrundgunnsteinsdottir.com/category/news/” title=”” target=”” info=”none” info_place=”top” info_trigger=”hover” info_content=”” style=”float: right;”]all posts in news[/x_button][/cs_column][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 0px;”] [/cs_column][/cs_row][/cs_section][/cs_content]

Share article: