‘Take Care of Yourself’ – er ekki bara frábært listaverk eftir Sophie Calle…

Á fundi FKA í Kaupmannahöfn í september 2015, talaði ég um gildi skapandi og gagnrýninnar hugsunar við að koma á breytingum og efla frumkvöðlastarf.

[cs_content][cs_section parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 25px 0px 10px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][cs_text]Sem ræðumaður á kvöldi Félags Kvenna í Atvinnurekstri (FKA) í Kaupmannahöfn, 24. September 2015, flutti ég erindið:

“Take Care of Yourself”- er ekki bara frábært listaverk eftir Sophie Calle…
Ég fjallaði um skapandi og gagnrýna hugsun og hvernig hún á erindi í samtímanum, sem einkennist af örum breytingum og mikilli óvissu. Ég sagði frá nokkrum ‘verkfærum’ sem nýtast einstaklega vel við að örva skapandi sýn og verkvit sem eflir gagnrýna hugsun í lífi og starfi.

Samstarf þvert á sérþekkingu og svið er gríðarlega mikilvæg til þess að ná fram breytingum.  Ég tók m.a. dæmi um störf mín fyrir Sameinuðu þjóðirnar, UNIFEM, í Kósóvó eftir stríð og gerð Jafnréttisáætlunar á árunum 2001-2003, sem síðar varð að lögum.

Vinnuferlið á bak við þá áætlun byggði á þeirri nálgun að byggja brýr milli deiluaðila sem við fyrstu sýn gátu ekki séð flöt á samstarfi og sameiginlegum markmiðum við að byggja upp samfélagið eftir stríð. [x_pullquote type=”left”]Samstarf þvert á sérþekkingu og svið er gríðarlega mikilvæg til þess að ná fram breytingum.[/x_pullquote] En eftir að hafa skilgreint framtíðarsýn sem þær áttu allar sameiginlega: Að auka hlut kvenna í ákvarðanatöku, stuðla að jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna, vorum við komin með ‘free zone’ þar sem þær gátu sett deilumál sín til hliðar og skrifað áætlun sem hver og ein þeirra fylgdi svo eftir á í krafti þeirrar stöðu sem hún þjónaði á ólíkum sviðum samfélagsins.

Lykilatriðið fyrir UNIFEM var að þjóna þeirra sameiginlega markmiði og stuðla að því að eignarhald áætlunarinnar var þeirra. Kvenleiðtogarnir sem tóku þátt í verkefninu störfuðu svo náið með körlum og konum, hver á sínu sviði, við að tryggja áætluninni fylgi í

FKA myndþinginu, hjá óháðum félagsamtökum, í fjölmiðlum, í viðskiptalífinu og opinberri stjórnsýslu.

Við ræddum tengslanetið í þessu samhengi og upp spunnust frábærar samræður í frábærum hópi kvenna. Gaman að fá smá innsýn inn í öll þau frábæru fyrirtæki og störf sem þær eru að vinna. Við ræddum okkar eigin hugsanaskekkjur og hvernig þær móta sjónarhorn okkar á annað fólk, okkar eigin möguleika til athafna og samtakamáttinn.

Þegar ég stýrði Prisma náminu á sínum tíma, þá kom myndlistarkonan Eygló Harðardóttir og kynnti listaverk frönsku listakonunnar Sophie Calle, Take Care of Yourself.

[x_blockquote type=”center”]Þegar unnusti frönsku listakonunnar Sophie Calle sagði henni upp í email, kom uppsögnin henni mjög í opna skjöldu. Til þess að vinna sig út úr sambands­slitunum, rýna til gagns í það sem hafði gerst og staðsetja sig á nýjan leik í veröldinni, bað hún 107 konur að greina á yfirvegaðan hátt uppsagnarbréfið sem endaði á orðunum Take Care of Yourself. Verkið var svo frumsýnt á Feneyjar­tvíæringnum árið 2007.[/x_blockquote]

Fyrir utan að vera mjög skemmtilegt, finnst mér verkið frábært skapalón til að nálgast umræðu um skapandi hugsun og athyglisvitund, hvernig við notum eigin upplifanir og tilfinningar til að skapa og hvernig 360° sjónarhorn á viðfangsefnið getur afbyggt það á þann hátt að við náum betur að staðsetja sjálf okkur í umræðunni og skerpa á því hvað okkur finnst og af hverju. Í því samfélagi sem við búum í í dag, er mikilvægt að hafa sterkan innri áttavita, samkennd og að skynja tíðarandann heildrænt. Í því samhengi minntist ég á heimildarmyndina InnSæi – the Sea within, sem ég og Kristín Ólafsdóttir gerðum og verður frumsýnd 2016.

Hér má finna erindið Farðu vel með þig sem ég flutti á málstofu Rannsóknarstofu um Háskóla, Heimspekistofnunar, Siðfræðistofnunar og Félags Heimspekikennara um gagnrýna hugsun og siðfræði í september 2012. Þar lagði ég áherslu á samhengi landamæraleysis, sjálfsþekkingar, skapandi og gagnrýninnar hugsunar.[/cs_text][/cs_column][cs_column bg_color=”hsla(0, 14%, 63%, 0)” fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 0px;”][x_share title=”Share this Post” share_title=”” facebook=”true” twitter=”true” google_plus=”false” linkedin=”true” pinterest=”false” reddit=”false” email=”true” email_subject=”Hey, thought you might enjoy this! Check it out when you have a chance:”][/cs_column][/cs_row][/cs_section][cs_section bg_color=”hsla(0, 36%, 74%, 0)” parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 0px 0px 45px;”][cs_row inner_container=”false” marginless_columns=”false” bg_color=”hsla(0, 29%, 81%, 0)” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”2/3″ style=”padding: 0px;”][x_line class=”pbn” style=”border-top-color: #b75e08;border-top-width: 2px;”][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false” class=”pbm”]More News[/x_custom_headline][x_recent_posts type=”post” count=”3″ offset=”” category=”news” orientation=”horizontal” no_sticky=”true” no_image=”false” fade=”false” class=”pbl”][x_button type=”transparent” shape=”rounded” size=”global” block=”false” circle=”false” icon_only=”false” href=”https://www.hrundgunnsteinsdottir.com/category/news/” title=”” target=”” info=”none” info_place=”top” info_trigger=”hover” info_content=”” style=”float: right;”]all posts in news[/x_button][/cs_column][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/3″ style=”padding: 0px;”] [/cs_column][/cs_row][/cs_section][/cs_content]

Share article: